Nýjast á Local Suðurnes

Fjórðungur barna í 10. bekk í Rekjanesbæ hafa notað Rafrettur – Lýðheilsuráð vill auka forvarnir

Niðurstöður rannsóknar um rafrettu (veip) reykingar barna og ungmenna í Reykjanesbæ voru kynntar nýliðinni fornvarnarviku og ljóst er að niðurstöðurnar voru ekki góðar.

Yfir 25% barna í 10. bekk hafa notað rafrettur 20 sinnum eða oftar, en hlutfallið lækkar töluvert með lækkandi aldri, en í níunda bekk hafa 9% barna notað rafrettur yfir 20 sinnum og um 3% í áttunda bekk. Mun fleiri hafa þó prófað rafrettur eða 16% barna í 8. bekk svo dæmi sé tekið.

Rafrettur hafa áður komist í fréttir á Suðurnesjum, meðal annars fyrir að notendur þeirra hafi valdið ónæði í kennslustundum í Fjölbrautarskóla Suðurnesja, þar sem brunabjöllur skólans hafa farið í gang, stundum oft á dag vegna reyks sem kemur frá rafrettunum.

Nýstofnað Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar mun á næstunni taka á þessu vandamáli, en ráðið samþykkti tillögu Önnu Sigríðar Jóhannesdóttur þess efnis að Lýðheilsuráð finni leiðir til að draga úr notkun veip-reykinga barna og ungmenna í Reykjanesbæ í samstarfi við Samtakahópinn en þar eru námsráðgjafar og lögregla ásamt fleira fólki sem vinnur í forvarnarstarfi.