Nýjast á Local Suðurnes

Lokað fyrir heita vatnið annað kvöld í öllum sveitarfélögunum nema Grindavík

Vegna vinnu í dælustöð, verður lokað fyrir heita vatnið í Njarðvík, Keflavík, Sandgerði, Garði og Vogum, miðvikudaginn 16. september, frá kl. 20.00 og fram eftir morgni fimmtudaginn 17. september næstkomandi.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar framkvæmdir kunna að valda, segir í tilkynningu frá HS Orku.