Sandgerði og Garður verða straumlaus

Straumlaust verður í Sangerði og Garði aðfaranótt föstudagsins 22. september frá 00:00 (miðnætti 21./22. sept.) og fram eftir nóttu.
Þetta er vegna vinnu í aðveitustöð á Aðalgötu, segir í tilkynningu frá HS Veitum.