Nýjast á Local Suðurnes

Taka saman tölur um tíðni krabbameins á Suðurnesjum

Krabbameinsfélagið vinnur nú að því að taka saman tölur um tíðni krabbameins á Suðurnesjum, eftir að fyrirspurn þar að lútandi barst félaginu á dögunum.

Í svari við fyrirspurn Suðurnes.net varðandi málið sagði Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins að síðast hafi verið gefnar út tölur árið 2008, þar sem gerður var samanburður eftir búsetu miðað við gömlu kjördæmin. Þá sagði Kristján að í gegnum árin hafa ýmsir staðir verið skoðaðir en ekki komið fram marktækur munur þegar borið er saman við Reykjavík eða landið allt.

Þá bendir Kristján á að Krabbameinsskrá Íslands, sem er starfrækt af Krabbameinsfélagi Íslands, geymi upplýsingar um greind krabbamein á öllu landinu síðan 1955, og eru þær upplýsingar aðgengilegar á vef félagsins http://www.krabbameinsskra.is.