sudurnes.net
Taka saman tölur um tíðni krabbameins á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Krabbameinsfélagið vinnur nú að því að taka saman tölur um tíðni krabbameins á Suðurnesjum, eftir að fyrirspurn þar að lútandi barst félaginu á dögunum. Í svari við fyrirspurn Suðurnes.net varðandi málið sagði Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins að síðast hafi verið gefnar út tölur árið 2008, þar sem gerður var samanburður eftir búsetu miðað við gömlu kjördæmin. Þá sagði Kristján að í gegnum árin hafa ýmsir staðir verið skoðaðir en ekki komið fram marktækur munur þegar borið er saman við Reykjavík eða landið allt. Þá bendir Kristján á að Krabbameinsskrá Íslands, sem er starfrækt af Krabbameinsfélagi Íslands, geymi upplýsingar um greind krabbamein á öllu landinu síðan 1955, og eru þær upplýsingar aðgengilegar á vef félagsins http://www.krabbameinsskra.is. Meira frá SuðurnesjumFrá A-Ö: Suðurnesjaþingmenn lítið beitt sér fyrir svæðið – Flestir vilja á þing afturRúm 20% gjaldþrota á Suðurnesjum á síðasta ári voru í verslunMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnGríðarleg aukning ökutækja á Reykjanesbraut – Stefnir í 20.000 ökutæki á sólarhringHafna endurupptöku þrátt fyrir tilmæli Umboðsmanns AlþingisUmboðsmaður Alþingis mælir með endurupptöku máls vegna byggingar við SelásÍ viðræður vegna byggingar sem stendur of hátt – Framkvæmdir verið stopp í rúmt árHagnaður hjá Kölku – Mikil aukning á endurvinnslustöðvumGrindavíkurhöfn [...]