Nýjast á Local Suðurnes

Telja ekki heimilt að fella niður vexti Grind­víkinga

Lífeyrissjóðurinn Gildi, sem er með stærsta hluta líf­eyr­is­sjóðslána í Grinda­vík, ætl­ar ekki að fella niður vexti og verðbæt­ur af hús­næðislán­um íbúa í Grinda­vík vegna jarðhræringa sem þar hafa orðið.

Í tilkynningu segir að niðurstaða lögfræðistofunnar LEX, sem vann álitsgerð fyrir sjóðinn, sé af­drátt­ar­laus um að sjóðnum sé ekki heim­ilt að af­skrifa vexti og verðbæt­ur með al­menn­um hætti hjá lán­tök­um.

Í til­kynn­ing­u frá lífeyrissjóðnum seg­ir að sjóður­inn muni meta stöðu ein­stakra lán­tak­enda sjóðsins frá Grinda­vík og skoða sér­stak­lega hvernig hægt sé að koma til móts við þá sem höll­um fæti standa út frá greiðslu­getu og veðstöðu.