Nýjast á Local Suðurnes

Sex af Suðurnesjum í fyrsta landsliðshóp Daníels Guðna

Daníel Guðni Guðmundsson tók við þjálfun fimmtán ára landsliðs kvenna á dögunum, hann tekur þar við starfi Finns Jónssonar, sem þurfti að láta af störfum af persónulegum ástæðum. Daníel, sem er einnig nýráðinn þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í Dominos-deildinni var áður aðstoðarþjálfari liðsins.

Daníel hefur þegar valið sinn fyrsta landsliðshóp, sem mun halda til Kaupmannahafnar til þátttöku í Copenhagen-Invitational mótinu helgina 17.-19. júní. Af tólf súlkum sem Danél Guðni valdi koma sex af suðurnesjum.

Leikmenn U15 stúlkna:
Alexandra Eva Sverrisdóttir · Njarðvík
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík
Ásta Júlía Grímsdóttir · KR
Eygló Kristín Óskarsdóttir · KR
Fanndís María Sverrisdóttir · Fjölnir
Hrefna Ottósdóttir · Þór Akureyri
Jenný Lovísa Benediktsdóttir · Njarðvík
Ólöf Rún Óladóttir · Grindavík
Sigrún Björk Ólafsdóttir · Haukar
Sigurbjörg Eiríksdóttir · Keflavík
Stefanía Ósk Ólafsdóttir · Haukar
Vigdís María Þórhallsdóttir · Grindavík