Nýjast á Local Suðurnes

Hljóðbylgjan hættir útsendingum

Svæðisútvarp Suðurnesja,  Hljóðbylgjan fm 101.2 mun hætta útsendingum í kvöld, stöðin sem sett var á laggirnar fyrir rúmu ári síðan var sett upp með það að markmiði að bæta bæjarlífið á Suðurnesjum, segir í tilkynningu.

Útvarpsstöðin hefur meðal annars haldið úti beinum lýsingum frá knattspyrnuleikjum allra Suðurnesjaliðanna og frá kvennaleikjum í körfunni. Útsending mun þagna í dag kl 23:59, segir í tilkynningunni.