Nýjast á Local Suðurnes

Hljóðbylgjan með beinar lýsingar frá Akureyri og Njarðvík

Svæðisútvarp Suðurnesja, Hljóðbylgjan FM 101,2 mun lýsa leikjum Njarðvíkur og Grindavíkur sem fram fara í dag beint. Njarðvíkingar taka á móti Sindra í síðasta heimaleik tímabilsins á Njarðtaks-vellinum en Grindvíkingar ferðast á Akureyri þar sem KA-menn verða gestgjafar.

Hljóðbygjan hefur lýst leikjum Keflavíkur í sumar og hafa útsendingar stöðavarinnar gengið vonum framar, að sögn forsvarsmanna útvarpsstöðvarinnar.