Nýjast á Local Suðurnes

Ásgeir ríður á vaðið í kvöld

Hljómahöll og Rokksafn Íslands bjóða landsmönnum upp á ýmsa tónlistartengda viðburði í gegnum streymi á netinu næstu vikurnar og hefst dagskráin í kvöld.

Það verður tónlistarmaðurinn Ásgeir sem ríður á vaðið í kvöld klukkan 20.

Framundan er svoflott dagskrá í beinni útsendingu á Facebook-síðu Hljómahallar:

Moses Hightower – 2. apríl kl. 20:00
GDRN – 7. apríl – kl. 20:00
Hjálmar – 16. apríl – kl. 20:00

Popppunktur með Dr. Gunna:
27. mars kl. 14:00