Nýjast á Local Suðurnes

Aðventutónleikar Sönghóps Suðurnesja á þriðjudag

Árlegir aðventutónleikar Sönghóps Suðurnesja verða haldnir þriðjudaginn 3. desember næstkomandi klukkan 20 í Stapanum í Hljómahöll.

Stjórnandi sönghópsins er tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Kjartansson og sérstakir gestir að þessu sinni verða ekki af verri endanum eða Kvennakór Suðurnesja og Víkingarnir.

Húsið opnar klukkan 19:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Miðaverð er 3.000 krónur.