Nýjast á Local Suðurnes

Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur á þriðjudag

Hinir árlegu Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur verða haldnir þriðjudaginn 6. desember næstkomandi í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Gestir á tónleikunum eru krakkarnir í Skapandi starfi í Keflavíkurkirkju sem ætla að syngja nokkur lög, bæði ein og ásamt karlakórnum. Stjórnandi karlakórsins er Jóhann Smári Sævarsson og undirleikari er Sævar Helgi Jóhannsson. Stjórnendur barnanna eru þau Íris Dröfn Halldórsdóttir, Hildur María Magnúsdóttir og Eiður Eyjólfsson.

Verð aðgöngumiða er stillt í hóf og kostar miðinn einungis 2.500 krónur við innganginn, auk þess sem hægt er að fá þá enn ódýrari í forsölu hjá kórfélögum karlakórsins eða á 2.000 krónur.

Hér má finna frekari upplýsingar um viðburðinn.