Tómir flutningabílar fari ekki um Reykjanesbraut

Búið er að opna fyrir umferð um Reykjanesbraut á ný, en lokað var fyrir umferð á níunda tímanum í morgun vegna bíla sem þveruðu veginn.
Brautin er nú opin fyrir umferð á ný, fyrir utan flutningabíla án farms því þeir taka á sig mikinn vind, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Vegagerðin biðlar til fólks að fylgjast vel með veðri og færð og fara ekki af stað á illa búnum bílum heldur taka mið af aðstæðum. Bæst hefur í vind á þessum slóðum og það slær upp í um og yfir 30 metra á sekúndu í mestu hviðunum. Hálkublettir eru á brautinni.
Upplýsingar um færð og veður er að finna á upplýsingasíðunni www.umferdin.is, sem er uppfærð með reglulega með nýjustu upplýsingum.