Nýjast á Local Suðurnes

Sara stefnir á Heimsleikana í crossfit – Fylgstu með í beinni um helgina!

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tekur þátt í undankeppni fyrir Heimsleikana í crossfit um helgina, um er að ræða svokölluð regionals, eða svæðakeppni, hvar keppendur geta gulltryggt sér sæti ú úrslitakeppninni, sem fram fer í sumar. Sara hefur þegar lokið keppni í tveimur greinum og er í öðru sæti, eftir að hafa lent í 4. sæti í fyrstu grein og unnið grein númer tvö.

Að þessu sinni keppir Ragnheiður Sara í Bandaríkjunum, en undanfarin ár hefur hún komist í úrslitakeppnina í gegnum Evrópumótið.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Youtube-rás CrossFit Games, en á vef samtakanna má finna stöðutöfluna, sem uppfærð er reglulega.