Nýjast á Local Suðurnes

Ungt Keflavíkurlið komið í úrslit Lengjubikarsins

Keflavík sigraði lið HK/Víkings í undanúrslitum Lengjubikarsins á laugardaginn í Reykjaneshöll. Stelpurnar gerðu út um leikinn á fyrstu 14 mínútum leiksins með tveimur mörkum frá markadrottningunni ungu, Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Barátta, vinnusemi og góð liðsheild var einkenni stúlknanna eftir að þær náðu þægilegu forskoti.  Þrátt fyrir að HK/Víkingur hafi verið meira með boltann náðu þær aldrei að spila sig í gegnum sterka vörn Keflavíkur.  Keflavíkurstúlkurnar áttu mun fleiri hættuleg færi en náðu ekki að bæta við forskotið.  Sæti í úrslitaleiknum í C-deild Lengjubikarsins því tryggt þar sem leikið verður gegn Haukum á fimmtudag.

Á heimasíðu Keflavíkur kemur fram að teflt hafi verið fram afar ungu og óreyndu liði í leiknum, en þær létu það ekki koma að sök gegn reynslumiklu liði HK/Víkings. Hér að neðan er nokkrar athyglisverðar tölfræði upplýsingar um liðin:

Meðalaldur byrjunarliðs Keflavíkur í leiknum; 17,7 ár
Meðaladlur byrjunarliðs HK/Víkings: 24,9 ár

Elsti leikmaðurinn í byrjunarliði Keflavíkur: 22 ára
Elsti leikmaðurinn í byrjunarliði HK/Víkings: 32 ára

Yngsti leikmaðurinn í byrjunarliði Keflavíkur: tvær 15 ára
Yngsti leikmaðurinn í byrjunarliði HK/Víkings: 17 ára

Heildar leikjafjöldi byrjunarliðs Keflavíkur í Pepsi deild (efstu deild): 0
Heildar leikjafjöldi byrjunarliðs HK/Víkings í Pepsi deild (efstu deild): 476 leikir (102 mörk)