Nýjast á Local Suðurnes

Mögulegt að hefja undirbúningsvinnu vegna framkvæmda við fluglestina í sumar

Sam­band sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu samþykkti, á dögunum, drög að sam­starfs­samn­ingi við Flug­lest­ina – þró­un­ar­fé­lag um skipu­lags­mál vegna lest­ar­inn­ar.

Samn­ing­ur­inn er nú til af­greiðslu hjá sveit­ar­fé­lög­un­um og verði hann samþykkt­ur gæti und­ir­bún­ings­vinna fyr­ir fram­kvæmd­irn­ar haf­ist í sum­ar.

Run­ólfur Ágústs­son­, verk­efn­is­stjóri hjá Ráðgjöf og verk­efna­stjórn­un sem vinn­ur að fram­gangi máls­ins, sagði í samtali við mbl.is að unnið yrði að verkefninu sam­hliða því sem gengið verður frá samn­ing­un­um fjölgað í fjár­festa­hópi verk­efn­is­ins.