Nýjast á Local Suðurnes

Gagnaver á Suðurnesjum malar gull á Bitcoin-námum

Þýski fumkvöðullinn Marco Streng greiðir eina milljón evra, eða 124 milljónir króna í rafmagnsreikning fyrir risastóra bitcoin-námu sem er staðsett á Íslandi. Í viðtali við þýska fjölmiðilinn Deutsche Welle vill hann ekki gefa upp staðsetningu gagnaversins en segir markmiðið að eignast eigið orkuver hér á landi til þess að knýja tölvurnar. Fréttatíminn fjallar um málið í dag.

Gera má ráð fyrir að gagnaverið sem um ræðir sé staðsett á Suðurnesjum, en Advania hefur meðal annars þjónustað slík fyrirtæki sem eru sífellt að verða veigameiri í starfsemi gagnvavera hér á landi, í gegnum gagnaver sitt á Fitjum.

Gagnaver Advania á Fitjum er orkufrekasta gagnaver Íslands og notar um eitt prósent af allri orku í landinu. Gagnaverið, sem er sérhannað fyrir bitcoin-vinnslu skapar um fimm ársstörf, en enginn fastur starfsmaður starfar við gagnaverið sem er þjónustað af verktökum.