Loka fyrirtækjum á meðan á tökum stendur
Töluvert umfang mun fylgja tökum á sjónvarpsþáttunum True detective, sem teknir verða upp að hluta í Reykjanesbæ í vikunni, og leyfi hefur verið veitt til að loka götum í bænum, en einnig þurfa nokkur fyrirtæki við Hafnargötu að loka tímabundið vegna verkefnisins.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ, en eftirfarandi fyrirtæki munu loka tímabundið á meðan á tökum stendur:
- Paddy´s Bar
21. nóvember til og með 8. desember. - Raven Ink
22. nóvember til og með 7. desember. - Hótel Keilir
27. nóvember til og með 4. desember. - Oriento
28. nóvember til og með 2. desember. - Biryani
28. nóvember til og með 2. desember. Opið milli 11:00 og 18:00. - Sambíó
30. nóvember og 1. desember (2 dagar). - Fjóla Gullsmiður
1. desember. - Galleri Keflavík
1. desember.
þá verður nokkrum götum einnig lokað tímabundið, eins og sjá má hér fyrir neðan. Veðurskilyrði geta þó haft áhrif á ofantalið og yrðu þær breytingar kynntar með tilkynningum á vef Reykjanesbæjar.
- Ránargata
26. nóvember til og með 2. desember. - Hafnargata frá Sambíó að Omnis
28. nóvember til og með 2. desember, frá kl. 15:00 til 03:00. Einnig 1. desember frá kl. 07:00 – 03:00. - Sunnubraut
6. og 7. desember, frá Skólavegi að Sunnubraut 12. - Brekkustígur
8. og 9. desember, frá Hafnarbraut að Brekkustíg 15. - Þórustígur
8. og 9. desember, frá Brekkustíg að Þórustíg 24.