Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða upp á skotnámskeið fyrir börn og unglinga

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur býður upp á skotnámskeið fyrir börn og unglinga í lok febrúar. Deildin hefur áður boðið upp á slík námskeið, en í tilkynningu segir að skipulagið nú sé enn flottara en áður.

Aðalþjálfarar verða Sigurður Ingimundarson og Guðjón Skúlason, sem ættu að kunna sitthvað fyrir sér þegar kemur að því að skjóta bolta í körfu, en fleiri öflugir þjálfarar koma við sögu.

Dagskrá er eftirfarandi:

Laugardagurinn 25. febrúar
Kl. 11:00 – 12:15 æfing hjá 5. – 6. bekk
Kl. 12:15 – 13:30 æfing hjá 7. – 8. bekk
Kl. 13:30 – 15:30 æfing hjá 9. – 10. bekk

Sunnudagurinn 26. febrúarKl. 11:00 – 12:00 æfing 5. – 6. bekkur – kl. 12:00 – 12:40 fyrirlestur.
Kl. 12:00 – 13:00 æfing hjá 7. – 8. bekk – kl. 11:20 – 12:00 fyrirlestur.
Kl. 13:10 – 15:10 æfing hjá 9. – 10. bekk – 12:40 – 13:10 fyrirlestur.


Milli þessara helga fá krakkarnir heimaæfingar og boðið verður upp á opna tíma um helgar á Sunnubraut (undantekning á opnum æfingum er Nettómótshelgin 4. – 5. mars)

Laugardagurinn 18. mars
Kl. 11:00 – 12:00 æfing 5. – 6. bekkur – kl. 12:00 – 12:40 fyrirlestur.
Kl. 12:00 – 13:00 æfing hjá 7. – 8. bekk – kl. 11:20-12:00 fyrirlestur.
Kl. 13:10 – 15:10 æfing hjá 9. – 10. bekk – 12:40 – 13:10 fyrirlestur.

Sunnudagurinn 19. mars
Kl. 11:00 – 12:00 æfing 5. – 6. bekkur – kl 12:00-12:40 fyrirlestur.
Kl 12:00 – 13:00 æfing hjá 7-8 bekk – kl 11:20-12:00 fyrirlestur.
Kl 13:10-15:10 æfing hjá 9-10 bekk – 12:40-13:10 fyrirlestur.

Verðinu er stillt í hóf. Fyrir 5. – 8. bekk er verðið kr. 9500, en fyrir 9.– 10. bekk kr. 14000,-
Skráning er hafin inná Sportabler og hægt er að nýta frístundarstyrkinn:
https://www.sportabler.com/shop/keflavik/korfubolti