Hætta við að fljúga á Keflavíkurflugvöll
Kínverska flugfélagið Juneyao Airlines hefur fellt niður allar ferðir félagsins sem áætlaðar voru til Keflavíkurflugvallar í ár. Frá þessu er greint á vef Túrista.
Það er útbreiðsla Covid-19 kórónaveirunnar sem er megin skýringin á þessari breyttu áætlun.
Ef af Íslandsflugi Juneyao hefði orðið þá hefði félagið haft á boðstólum í ár rétt um tuttugu þúsund sæti í flugi til Keflavíkurflugvallar. Til samanburðar komu hingað 99 þúsund kínverskir ferðamenn í fyrra, segir í frétt Túrista.