Þrír á bráðamóttöku eftir fjögurra bíla árekstur við Straumsvík

Þrír voru fluttir á bráðamóttöku með sjúkrabifreiðum eftir umferðarslys á Reykjanesbraut í morgun, en ekki er talið að meiðsl þeirra séu alvarleg. Um fjögurra bíla árekstur var að ræða að sögn lögreglu sem er við störf á vettvangi.
Lokað er fyrir umferð á meðan á vettvangsvinna stendur yfir.