Nýjast á Local Suðurnes

Tap hjá Þrótturum gegn Kára

Þróttarar fengu óskabyrjun gegn Kára, en Akurnesingarnir heimsóttu Vogabæjarvöll í þriðju deildinni í knattspyrnu í gær. Aron Elfar Jónsson kom Þrótti yfir strax á 11. mínútu leiksins. Káramenn jöfnuðu leikinn þó fljótt, eða á þeirri 18.. Gestirnir tryggðu sér svo sigurinn í uppbótartíma.

Þróttarar sitja í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig eftir tapið í gær.