Nýjast á Local Suðurnes

Gjaldskrá Reykjanesbæjar hækkar

Gjaldskrá Reykjanesbæjar fyrir árið 2021 hækkar að meðaltali um 2,5% milli ára, samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Álagningarhlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í C-flokki var lækkað úr 1,60% í 1,52% til að mæta raunhækkun fasteignaskatts á lögaðila þar sem áætlað er að fasteignamat fasteigna í C-flokki muni hækka á árinu 2021.