Nýjast á Local Suðurnes

Sjö dansarar frá DansKompaní keppa á heimsmeistaramótinu

Allir sjö dansar frá DansKompaní sem tóku þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins í dansi komust inn í landslið Íslands í dansi. Heimsmeistaramótið verður haldið í Portúgal í sumar. Þá unnu stúlkurnar sérstök dómaraverðlaun sem veitt eru fyrir besta hópatriðið.

Jórunn Björnsdóttir mun keppa fyrir Íslands hönd í aldursflokki undir 13 ára. Sóley Halldórsdóttir keppir í aldursflokki undir 13 ára, Sonja Bjarney Róbertsdóttir Fisher keppir í aldursflokki undir 25 ára, Júlía Mjöll Jensdóttir keppir í aldursflokki undir 17 ára og undir 25 ára, Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir keppir í aldursflokki undir 25 ára, Díana Dröfn Benediktsdóttir keppir í aldursflokki undir 25 ára og Elma Rún Kristinsdóttir keppir í aldursflokki undir 25 ára.