Nýjast á Local Suðurnes

Banaslys á Grindavíkurvegi

Kona á fimmtugsaldri lést þegar bíll hennar lenti út af Grindavíkuvegi rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Lög­regl­unni barst til­kynn­ing um slysið, sem varð um 1,7 km norðan við mót Norður­ljósa­veg­ar, klukkan 01:58 í nótt, en loka þurfti veginum um stund á meðan lögreglu- og sjúkraflutningamenn athöfnuðu sig á vettvangi.

Ekki vitað nán­ar um til­drög slyss­ins önn­ur en þau að kon­an virðist hafa misst stjórn á bíln­um með þeim af­leiðing­um að hann valt út af veg­in­um. Lög­regl­an á Suður­nesj­um fer með rann­sókn máls­ins og naut hún aðstoðar tækni­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu við vett­vangs­rann­sókn­ina. Þá kom full­trúi frá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa á vett­vang.