Nýjast á Local Suðurnes

Björn Lúkas kominn í úrslit á HM

Grindvíkingurinn Björn Lúkas Haraldsson er kominn í úrslit á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í Bahrain.

Björn fór mjög vel af stað á mótinu, en hann hefur keppt fjórum sinnum á fjórum dögum og klárað alla sína bardaga í 1. lotu. Hann er því kominn í úrslit sem fara fram á laugardaginn.

Hægt er að fylgjast með mótinu í gegnum Bahrain Sports appið, nánari upplýsingar á Facebook-síðu Mjölnis.