Nýjast á Local Suðurnes

Naumt tap hjá Eyþóri í Egyptalandi

Mynd: Facebook/Jón Oddur

Eyþór Jónsson keppti í morgun fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti ungmenna í taekwondo, sem fram fer í Egyptalandi um þessar mundir.

Eyþór tapaði naumlega gegn sterkum andstæðingi, en sá er númer fjögur á styrkleikalista þyngdarflokksins. Eyþór sem keppir í -65kg flokki hafði yfirhöndina í bardaganum fram í þriðju lotu, en þá náði andstæðingurinn góðu sparki og tryggði sér nauman sigur.

Eyþór er einn besti taekwondokappi landsins og hefur meðal annars átt fast sæti í ungmennalandsliði Íslands um þó nokkurt skeið og náð góðum árángri fyrir Íslands hönd. Þá er Eyþór ríkjandi Íslands – og bikarmeistari í sínum flokki og sigraði á bæði opna hollenska og opna skoska mótinu á þessu tímabili.