Nýjast á Local Suðurnes

Ástrós og Kristófer Íþróttamenn Keflavíkur 2015

Taekwondokonan Ástrós Brynjarsdóttir og sundkappinn Kristófer Sigurðsson voru útnefnd íþróttamenn Keflavíkur 2015 úr glæstum hópi íþróttafólks í hófi aðalstjórnar Keflavíkur.

Ástrós Brynjarsdóttir 

Ástrós hefur verið besti kvenkeppandi þjóðarinnar í taekwondo og hefur átt mjög gott ár. Hún hefur átt stóran þátt í því að koma taekwondo og Keflavík á kortið enda vekur hún athygli hvar sem hún kemur. Ástrós hefur verið ósigruð á Íslandi og víðar í langan tíma.

Kristófer Sigurðsson 
Er einn af fremstu sundmönnum Keflavíkur til margra ára. Hann hefur ávallt verið sér og félagi sínu til mikils sóma og verið góð fyrirmynd fyrir yngri sundmenn. Kristófer var í liði Íslands á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru hér á landi í júní, þar var hann meðal annars í boðsundsveit sem náði 2.sæti.

Íþróttamenn deilda Keflavíkur 2015
Knattspyrnukarl: Einar Orri Einarsson

Knattspyrnukona: Kristrún Ýr Hólm

Körfuknattleikskarl: Valur Orri Valsson

Körfuknattleikskona: Sandra Lind Þrastardóttir

Fimleikakarl: Atli Viktor Björnsson

Fimleikakona: Laufey Ingadóttir

Sundkarl: Kristófer Sigurðsson

Sundkona: Stefanía Sigurþórsdóttir

Skotkarl: Theodór Kjartansson

Skotkona: Sigríður Eydís Gísladóttir

Taekwondokarl: Ágúst Kristinn Eðvarðsson

Taekwondokona: Ástrós Brynjarsdóttir

Blakkarl: Hjörtur Harðarson

Blakkona: Sæunnn Svana Ríkharðsdóttir