Nýjast á Local Suðurnes

Hjáleið vegna framkvæmda á Reykjanesbraut

Þessi misserin standa yfir framkvæmdir við undirgöng á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar. Vegna framkvæmdanna hefur verið tekin í notkun hjáleið og biðlar lögreglan til vegfarenda að fara varlega þegar ekið er um framkvæmdasvæðið.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu lögreglu vegna málsins og skýringarmynd, sem sýnir framkvæmdasvæðið og hjáleiðina sem gerð hefur verið.