Unnu skemmdarverk og stálu kampavíni

Nokkrir menn stálu þremur kampavínsflöskum að andvirði um 45 þúsund krónur á hóteli í umdæminu og sprautuðu úr þeim upp í loftið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Mennirnir létu ekki staðar numið þar heldur unnu fleiri skemmdarverk og er málið í rannsókn, að því er kemur fram í tilkynningunni.