Nýjast á Local Suðurnes

Kostur lækkar verð á fjölmörgum vöruflokkum

Mstvöruverslunin Kostur í Njarðvík hefur lækkað verð á fjölmörgum vöruflokkum töluvert. Í tilkynningu frá versluninni segir að þetta sé gert til að leggja baráttunni lið í baráttunni gegn verðbólgu.

Þammig lækkar til að mynda verð á grænmeti og ávöxtum um 10 % og verð á heimilisvörum um 6%.

Í tilkynningu verslunarinnar má sjá hvaða vöruflokkar lækka í verði:

Kæru viðskiptavinir,

Eins og allir vita þá dynja á okkur verðhækkanir þessa dagana.
Kostur svarar ákalli almennings og stjórnvalda og leggur baráttunni lið gegn verðbólgu og lækkum álagningu okkar á fjölmörgum vörum eins og eftirfarandi tafla sýnir:

Grænmeti & Ávextir lækka um 10%
Snyrtivörur lækka um 11%
Kex lækkar um 5-7%
Heilsu vörur lækka um 10%
Sælgæti lækkar um 10%
Brauð lækkar um 3-5%
Snakk lækkar um 5%
Krydd lækkar um 10%
Heimilisvörur lækka 6%