Nýjast á Local Suðurnes

Geirmundur sýknaður af ákærum um umboðssvik

Héraðsdóm­ur Reykja­ness sýknaði í morgun Geir­mund Krist­ins­son, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóra Spari­sjóðsins í Kefla­vík, af ákærum um umboðssvik.

Geir­mund­ur var ákærður fyr­ir umboðssvik með því að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum með lán­veit­ing­um til einka­hluta­fé­laga. Samkvæmt ákær­unni námu upphæðirnar tæp­um átta hundruð millj­ón­um króna. Þar af var einka­hluta­fé­lag­inu Duggi veitt 100 millj­óna króna yf­ir­drátt­ar­lán þann 16. júní 2008. Afstaða lána­nefnd­ar lá ekki fyr­ir og áhættu- og greiðslu­mat fór ekki fram né var end­ur­greiðslan ekki tryggð með nokkr­um hætti.