Reykjanesbær kemur vel út í könnun á kostnaði við skóladagvistun og skólamáltíðir
Mikill munur er á kostnaði við skóladagvistun og skólamáltíðir hjá sveitarfélögunum, en hæst eru gjöldin fyrir skóladagvistun ásamt hádegismat og hressingu hjá Garðabæ eða 37.114 kr. en lægst hjá Vestmanneyjum eða 24.360 kr., næst lægstu gjöldin er að finna hjá Reykjanesbæ eða 24.565 krónur.
Reykjanesbær kemur vel út á öllum sviðum í könnun verðlagseftirlits ASÍ, en verðhækkanir sveitarfélaganna á kostnaði fyrir eitt barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat þetta árið eru á bilnu 1-4,6%. Gjöldin hækka ekkert milli ára í Reykjanesbæ.
Þá kom Reykjanesbær einnig vel út þegar kannaðir vorur systkynaafslættir, en sveitarfélagið lenti í öðru sæti í heildina litið. í Reykjanesbæ er boðið upp á 75% afslátt fyrir annað barn og sama afslátt fyrir þriðja barn, aðeins Reykjavík býður upp á betri systkynaafslætti.
Nokkrir fyrirvarar eru gerðir við könnunina, en til að einfalda samanburð milli sveitarfélaga miðar verðlagseftirlitið við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag sem gerir 63 tíma í mánuði ásamt hressingu (x21) og hádegismat (x21). Þá er tekið fram að einungis sé um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar.
Hér má sjá töflu með niðurstöðum og samanburði.