Nýjast á Local Suðurnes

Hækka laun kjörinna fulltrúa – Mun kosta bæjarfélagið á annan tug milljóna á ári

Mánaðarlaun kjörinna fulltrúa í Grindavík munu hækka um sem nemur á bilinu 18,5- 22% og þóknun fyrir fundi á bilinu 30,4 – 36,4%. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur í gær. Rödd unga fólksins lagði til að málinu yrði frestað til enda kjörtímabilsins en sú tillaga var felld.

Fulltrúi Miðflokksins greiddi atkvæði gegn tillögunni og lét færa til bókar að laun bæjarfulltrúa hafi hækkað um 86,55% síðan 2010 þar sem laun þeirra eru tengd launavísitölu. Í bókun Miðflokksins segir einnig að hækkun þessi ásamt hækkun nefndalauna í fastanefndum mun kosta bæjarfélagið þó nokkuð á annan tug milljóna á ári.