Nýjast á Local Suðurnes

Á þriðja tug barna á biðlista

Farið var yfir stöðu innritunar í leikskólum Reykjanesbæjar á fundi menntaráðs sveitarfélagsins á dögunum og mætti Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi á fundinn til þess að ræða þessi mál.

Í máli Ingibjargar kom fram að 22 börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi, en þar af eru 13 þeirra með lögheimili í Reykjanesbæ.