Nýjast á Local Suðurnes

Kastali settur upp á KEF

Leiksvæði fyrir yngstu farþega flugfélaganna hefur verið sett upp á Keflavíkurflugvelli. Þannig er barnakastali nú kominn á verslunar- og veitingasvæði flugvallarins. Ásamt kastalanum er einnig kominn standur með litabókum og litum.

Við erum hæstánægð með að geta núna boðið litlu gestunum okkar upp á leiksvæði til að leika og dunda sér á.

Við vonum að með þessu séum við að bjóða fjölskyldufólki upp á meiri þægindi og betri upplifun á flugvellinum okkar, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Keflavíkurflugvallar.