Nýjast á Local Suðurnes

Björn yfirgefur Njarðvík

Björn Kristjánsson mun ekki leika með Njarðvík í Dominos-deildinni í körfuknattleik á næsta tímabili eftir ársveru hjá félaginu. Þetta staðfesti hann í samtali við Karfan.is fyrr í dag.

Björn kom til Njarðvíkur fyrir síðasta tímabil frá KR og var með 13,1 stig, 4,7 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur, en árangur Njarðvíkinga olli nokkrum vonbrigðum og endaði liðið í níunda sæti Dominos deildar karla.