Nýjast á Local Suðurnes

Úrslitakeppni Dominos: Tæknivillukóngarnir mæta í Vesturbæinn í kvöld

Njarðvíkingar rúlla í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld, þar sem liðið mun leika gegn sterku liði KR í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik. KR-ingar leiða 2-0 í einvíginu og geta með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Það er því nokkuð ljóst að Njarðvíkingar, sem hafa fengið dæmdar á sig einna flestar villur og langflestar tæknivillur í deildinni hingað til, munu mæta dýrvitlausir til leiks í DHL-höll þeirra KR-inga.

Njarðvíkingar hvetja sem flesta stuðningsmenn sína til að mæta á svæðið og styðja við bakið á liðinu í kvöld, en fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann sýndur í beinni útsendingu á KR-TV og hefst klukkan 19:15.