Nýjast á Local Suðurnes

Gera ráð fyrir að loka flestum stofnunum ef það gýs við Svartsengi

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Gera má ráð fyrir að flestum stofnunum Reykjanesbæjar verði lokað ef gos hefst við Svartsengi og heita vatnið fer. Miðast verður við viðbragðsáætlanir við að koma í veg fyrir skemmdir á byggingum. Unnið er að forgangsröðun stofnana hvað varðar rekstur.

Þetta kom fram á fundi neyðarstjórnar sveitarfélagsins, en þar kom einnig fram að umhverfis- og framkvæmdasvið vinni að því að hafa samband við allar stofnanir Reykjanesbæjar til að ræða viðbragðsáætlun ef heita vatnið fer af.

Þá var tekið fram á fundinum að skoða þurfi allar stofnanir fyrstu tvo dagana til að fyrirbyggja skemmdir í lagnakerfum. Einnig þarf að huga að öðrum mannvirkjum, svo sem upphituðum knattspyrnuvöllum.