Nýjast á Local Suðurnes

Komnar á beinu brautina undir stjórn Sverris Þórs

Keflavíkurstúlkur léku leikmenn Stjörnunnar grátt í leik liðanna í TM-Höllinni í Keflavík i gærkvöldi, Keflavíkurstúlkur sigu framúr á lokamínútum leiksins eftir að hafa verið undir nær allan leikinn og höfðu fimm stiga sigur, 53-48.

Liðið virðist því vera komið á beinu brautina undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar en liðið situr nú í þriðja sæti Dominos-deildarinnar með 16 stig eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki sína með nýjan þjálfara í brúnni.

Melissa Zorning skoraði mest hjá Keflavík eða 17 stig og Marín Lauf­ey Davíðsdótt­ir skoraði 10 stig, auk þess sem hún tók ​9 frá­köst.

Þá lögðu Grindavíkurstúlkur botnlið Ham­ars frá Hvera­gerði örugglega í Mustad-höllinni í Grindavík, lokatölur leiksins urðu 79-62 og skoraði Whitney Michelle Frazier af 19 af stigum liðsins og Sigrún Sjöfn Ámunda­dótt­ir skoraði 16 stig, tók ​10 frá­köst auk þess að eiga ​5 stoðsend­ing­ar. Grindvíkingar eru í fjórða sæti Dominos-deildarinnar með 14 stig eftir 14 leiki.