Nýjast á Local Suðurnes

Þakkar búnaði bifreiðarinnar að ekki fór verr í árekstri á Reykjanesbraut

Flutn­inga­bif­reið ók aft­an á vega­mál­un­ar­bíl á Reykjanesbraut um hádegisbil í gær, með þeim af­leiðing­um að öku­menn beggja bíla voru send­ir á slysa­deild og heilsu­gæslu til aðhlynn­ing­ar.

Framkvæmdastjóri Vegamálunar ehf. þakkar sérstökum höggpúðum sem bílar þeirra eru búnir að ekki fór verr. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is.

„Við erum með sér­staka högg­púða aft­an á okk­ar bíl­um sem hjálpa við að milda svona högg og við get­um þakkað þeim búnaði að ekki fór verr.“

Merkingar á svæðinu voru til fyrirmyndar að mati lögreglu og segir framkvæmdastjóri Vegamálunar að ökumenn þurfi að vera mjög annars hugar til að átta sig ekki á að framkvæmdir séu í gangi.

„Þú þarft að vera mjög ann­ars hug­ar við akst­ur­inn ef þú átt­ar þig ekki á þess­um merk­ing­um og blikk­andi ljós­um og öllu,“ sagði framkvæmdastjórinn einnig.

Ástand starfs­manns Vega­mál­un­ar er gott eft­ir aðstæðum og ökumaður flutn­inga­bif­reiðar­inn­ar slapp ómeidd­ur, að sögn lög­reglu.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um biður öku­menn um að fara var­lega þar sem vega­vinna fer fram en merk­ing­ar á svæðinu hafi verið skýr­ar.