Nýjast á Local Suðurnes

Mikilvægt að Reykjanesbær haldi vinabæjarsamstarfi áfram

Reykjanesbær sendir 18 ungmenni og þrjá embættismenn til Kerava í Finnlandi

Vinabæjarsamstarf sem Íþrótta- og tómstundaráð hefur tekið þátt í frá árinu 1973 er mikilvægt að mati ráðsins enda hafa tæplega 800 ungmenni farið á í heimsóknir til vinabæja á vegum Reykjanesbæjar og haft gagn og gaman af, segir í fundargerð Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar.

hafþor bardi birgisson rnb

Hafþór Barði Birgisson

Vinabæir Reykjanesbæjar eru fjórir talsins, Hjörring í Danmörku, Keravaa í Finnlandi, Kristiansand í Noregi og Trollhattan í Svíþjóð. Reykjanesbær hefur sent 14 unlglinga á aldrinum 14-16 ára í vinarbæjarheimsóknir á hverju ári og er jöfn þátttaka frá báðum kynjum þ.e. 7 stúlkur og 7 strákar.

Að sögn Hafþórs Barða Birgissonar er markmiðið  með verkefninu er að efla norræna samkennd og samvinnu auk þess að efla samskipti milli ungmenna í vinabæjunum.

Á þessum vinabæjarmótum hefur verið keppt í hinum ýmsu íþróttagreinum í gegnum tíðina og næsta sumar er stefnan sett á að heimsækja Keravaa í Finlandi, að því gefnu að bæjarstjórn samþykki að halda samstarfinu áfram en ákvörðun um það verður væntanlega tekin á bæjarstjórnarfundi þann 15. september næstkomandi.

Í Keravaa verður keppt í golfi og að sögn Hafþórs munu viðræður við Golfklúbb Suðurnesja varðandi keppendur á mótið hefjast fljótlega, ef bæjarstjórn samþykkir erindi ÍT ráðs, sem telur mikilvægt að halda þessu samstarfi áfram og leggur mikla áherslu á að gert verði ráð fyrir áframhaldandi vinabæjarsamstarfi í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2016.