Nýjast á Local Suðurnes

Neyðarstjórn Reykjanesbæjar kom saman í fyrsta sinn

Neyðarstjórn Reykjanesbæjar fundaði í fyrsta sinn í gær og voru allir sviðsstjórar og helstu yfirmenn viðstaddir fundinn.

Á fundinum var farið yfir þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til vegna útbreiðslu Covid 19 veirunnar og þær ráðstafanir sem mögulegt er talið að grípa þurfi til þegar fram líða stundir.

Einnig kom fram á fundinum að Theodór Kjartansson hafi tekið að sér verkefni vinnuverndar- og öryggismála sveitarfélagsins.

Aðgerðir sem gripið hefur verið til hjá Reykjanesbæ:

• Tilkynningar á Workplace
• Beiðni um að fylgja tilmælum og leiðbeiningum frá sóttvarnalækni og Embætti landlæknis til að mynda um handþvott og hreinlæti
• Hengd upp veggspjöld og dreift í stofnanir
• Aukning á sprittstöðvum
• Tíðari þrif í stofnunum og starfsstöðvum Reykjanesbæjar
• Sjálfsskömmtun í mötuneytum grunnskólanna hætt
• Frestun á safnahelgi
• Bækur og aðrir munir í bókasafni eru sótthreinsuð

Takmörkun á starfsemi frá og með 9 mars:

• Matsalur á Nesvöllum lokaður.
• Félagsstarf aldraðra á Nesvöllum fellur niður.
• Takmörkuð þjónusta í Hæfingarstöðinni.
• Reykjaneshöll lokuð fyrir gönguhópa á morgnana.
• Virkjun lokuð

Frekari aðgerðir og ráðstafanir:

• Skilgreina boðleiðir.
• Kynna fyrir starfsmönnum hvernig mikilvægum upplýsingum verður komið til þeirra. Hægt er að nota Workplace í þeim tilgangi.
• Póstur frá bæjarstjóra um neyðarstjórn og að staðan sé tekin reglulega og upplýsingum komið áleiðis ef eitthvað breytist.
• Setja upplýsingar á heimasíðu Reykjanesbæjar.
• Minni hópur úr neyðarstjórninni mun hittast daglega á meðan neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 ríkir og bregðast við eftir þörfum. Hópurinn verður skipaður bæjarstjóra, aðstoðarmanni bæjarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs, sviðsstjóra fræðslusviðs, forstöðumanni Súlunnar, lýðheilsufulltrúa og vinnuverndar- og öryggisfulltrúa.