Nýjast á Local Suðurnes

Fjölmörg félög heiðrað minningu Ölla með framlögum

Silfurskeiðin, stuðningsmannafélag Stjörnunnar, heiðraði minningu Ölla á dögunum með því að færa sjóðnum styrk þegar leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur fór fram í Garðabæ.

Kormákur Kristinsson, frændi Ölla tók á  móti styrknum fyrir hönd sjóðsins. Með honum á myndinni hér fyrir neðan er Haukur Þorsteinsson frá Silfurskeiðinni.

Fjölmörg íþrótta- og stuðningsmannafélög auk einstaklinga hafa stutt sjóðinn á undanförnum vikum með fjárframlögum, Stjarnan, Keflavík, Njarðvík, Molduxar, Körfuknattleiksdeild Grindavíkur, Haukar, Tindastóll TV og KR svo einhver séu nefnd. Auk beinna framlaga greiddu leikmenn Keflavíkur og Njarðvíkur sig inn á leik liðanna auk dómara, þjálfara og stjórnarmanna. Leikmenn og þjálfarar Grindvíkinga greiddu sig einnig inn á þann leik þrátt fyrir að geta ekki mætt á svæðið.