Nýjast á Local Suðurnes

Skoða tillögur að framtíðarútliti Fischerhúsareits – Myndir!

Reykjanesbær vinnur nú úr hugmyndum að útliti svokallaðs Fischerhúsareits við Hafnargötu. Arkitektinn Jón Stefán Einarsson hefur teiknað upp mögulegt útlit reitsins fyrir sveitarfélagið. Miklar breytingar hafa þegar orðið á útliti svæðisins undanfarin misseri, en gömul hús hafa verið endurbyggð og ónýt rifin.

Meðfylgjandi myndir birti Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, forstöðumaður Umhverfissviðs Reykjanesbæjar í Facebook-hópnum Keflavík og Keflvíkingar.

fischer3

fischer2

fischer1

 

Hér má sjá hluta svæðisins eins og það leit út áður en framkvæmdir hófust.

Hér má sjá hluta svæðisins eins og það leit út áður en framkvæmdir hófust.