Nýjast á Local Suðurnes

Dominos-deildirnar í körfuknattleik hefjast um miðjan október

Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út drög að keppnisdagskrá næsta veturs í Dominos-deildum karla og kvenna. Kvennadeildin mun hefjast þann 14. október, þá munu Keflavík leika á útivelli gegn Val og Grindavík mun mæta KR á heimavelli.

Í karlaboltanum munu Njarðvíkingar vera eina Suðurnesjaliðið sem hefur keppni á heimavelli en þeir grænklæddu munu taka á móti Hetti í Ljónagryfjunni. Grindavík mun leika á útivelli gegn FSu og Keflvíkingar munu gera sér ferð til Þorlákshafnar þar sem þeir munu leika gegn Þór.

Það má gera ráð fyrir að Suðurnesjaliðin mæti firnasterk til leiks þar sem þau hafa verið dugleg við að laða til sín sterka leikmenn að undanförnu.