Nýjast á Local Suðurnes

Haraldur Freyr tekur við Reyni Sandgerði

Haraldur Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Reyni Sandgerði. Samningurinn sem er til tveggja ára var undirritaður nú í kvöld .

Haraldur hefur lokið KSI B þjálfaragráðu. Haraldur lék á sínum tíma með Keflavík, Start, Apollon á Kýpur og Aalesunds FK. Þá á Haraldur á að baki tvo A-Landsleiki.

Í tilkynningu lýsir stjórn Knattspyrnudeildar Reynis yfir ánægju sinni með ráðninguna og óskar Haraldi velfarnaðar í störfum sínum fyrir félagið.