Nýjast á Local Suðurnes

Leoncie hafnar tilboði frá MTV – “Samningurinn ekki nógu stór fyrir mig”

Skemmtikrafturinn Leoncie hafnaði tilboði frá sjónvarpsstöðinni MTV, en þar á bæ vildu menn fá afnot af myndbandi söngkonunnar við lagið Gay World.

Söngkonan ástsæla greinir frá þessu á Fésbókar-síðu sinni, en þar hefur hún eftir fulltrúum MTV að um sé að ræða frábæra tónlist og myndband. Söngkonunni leist hins vegar ekki á þann samning sem í boði var og hafnaði tilboðinu.