Nýjast á Local Suðurnes

Útbýr ókeypis fjarnámskeið – Taktu þátt í að velja námsefnið!

Þúsundþjalasmiðurinn Haukur Hilmarsson fékk áskorun frá vinum sínum á Facebook um að útbúa fjarnámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á slíku og kappinn skoraðist heldur betur ekki undan þeirri áskorun.

Hann hefur nú sett upp könnun á Facebook um hvað fólk hefur áhuga á að læra á slíku námskeiði og má taka þátt í henni hér fyrir neðan. Haukur býður upp á þrjá möguleika: Fljótlegustu leiðina til að bæta fjármálin – Grunninn í mannlegum samskiptum og  Taka betri myndir á snjallsímann.

Eftir að könnuninni líkur mun Haukur útbúa námskeiðið og streyma í gegnum veraldarvefinn – Smelltu á tengilinn hér fyrir neðan og taktu þátt.