Nýjast á Local Suðurnes

Sex framlengja við Keflavík

Amelía Rún Fjeldsted, Birgitta Hallgrímsdóttir, Eva Lind Daníelsdóttir, Kara Petra Aradóttir, Marína Rún Guðmundsdóttir og Valdís Ósk Sigurðardóttir hafa allar framlengt samninga sína við knattspyrnudeild Keflavíkur.

Amelía er fædd 2004 og spilaði tíu leiki í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og skoraði eitt mark. Amelía hefur æft með yngri landsliðum Íslands og fór meðal annars til Víetman með U15 á liðnu sumri.

Birgitta er fædd 1998 og var lánuð til Grindavíkur á síðustu leiktíð. Hún spilaði þar 18 leiki í deild og bikar og skoraði fjögur mörk.

Eva Lind er fædd 1999 og spilaði níu leiki í deild og bikar síðasta sumar.

Kara Petra er fædd 2004 og spilaði fimm leiki í Pepsi Max-deildinni á liðnu sumri. Kara Petra hefur einnig æft með yngri landsliðum Íslands og fór til Víetman með U15.

Marín Rún er fædd 1997 og spilaði níu leiki í deild og bikar síðasta sumar.

Valdís Ósk er fædd 1988 og spilaði einn leik í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.